Svíþjóðarferð

Mættum í Svíþjóð rétt um kl. 1 eftir miðnætti, búin að vera í mikilli ævintýrakeyrslu megnið af tímanum, algjörlega sturtað úr fötu yfir okkur, lélegt skyggni og myrkrið farið að skella á við komandi vetur. En þetta hafðist og vorum allir fegnir að komast uppí rúm hérna á Camping site-inu og draumalandið bara handan við hornið. 




Morguninn eftir var aðeins sofið út og fólk vaknaði misvel, en á endanum var búið að klæða sig og koma sér útí bíl, ferðinni heitið á Frasses þar sem nánast íslenskir hamborgarar fást Stefáni til mikillar ánægju en hann er ekki mikið fyrir þennana "útlenska" mat. 



Þar næst var ferðinni heitið í Dollar Store hérna í Svíþjóð, þar var aðeins verslað eins og vanalega, matarbúðirnar voru svo þræddar fyrir grill kvöldsins og fleira gotterí.  og svo bara uppá tjaldsvæði en þar erum við í sumarbústað með ýmsu fyrir krakkana að gera eins og leikvöll, mini golf, trampolín, hjól og hjólabraut, sund og heilan íþróttarsal að djöflast í. Svo ekki þurfti að fara langt til að börnin gátu notið sín. 



Eftir allan leikinn var komið að vel grillaðri lund og pylsum fyrir krakkana sem þau voru ekki alveg svo hrifin af, svo maður bjargaði málunum og rokið beint út í næstu búð og sænska kjötbollur keyptar sem er mikið uppáhald, svo hér var vel borðað og ætla allir vel mettaðir í draumalandið eftir spjall og kósýheit kvöldsins. 


No comments