Fjölskyldan til Noregs.


Loksins fékk ég þann langþráða draum að fá fjölskylduna mína út til Noregs til að heimsækja mig. Veit ekki hvað það er langt síðan að þessi ferð var plönuð hjá þeim en hver dagur var svo óralengi að líða í þessari endalausu bið. Veit ekkert betra en mömmuknúsar og kúr enda var það erfiðasti parturinn við að flytja út, það var að fara frá elsku mömmu sinni.

En þetta hafðist og vorum við að detta í dag númer 5 sem þau eru hjá okkur, finnst samt alltof lítið eftir þar sem þau verða í ekki nema 19 daga! En við höfum brallað ýmsa hluti frá því þau komu og eigum eftir að gera enn fleiri saman, göngutúrar, 12 tíma verslunarferð, strandar barinn, kósýheit og kúr ásamt því að vera búin að plana sundlaugargarðs ferð, herflugvélarsafns ferð, Svíþjóðar ferð og margt annað.

Amman hefur dekrað krakkana alveg í döðlur á þessum tíma hér og eru þau ekkert smá sátt með knúsin, gjafirnar (bæði héðan og frá Íslandi), ásamt öllu sem amma hefur leyft en mamma er ekki vön að leyfa. Alltaf gaman að fá eitt stk ömmu í heimsókn sem er svo góð við mann.

Þau frændsystkinin hafa líka leikið mikið saman, en yngsti bróðir minn er einu ári eldri en sonur minn, þeir eiga í voðalega stormsömu sambandi sín á milli en hann og Írena koma voðalega vel saman og passar hann afskaplega vel uppá litlu músina. 

Bodø ferð - Frændsystkinin í Toys R Us - Elgirnir komu alveg að bílnum & Írena komin í nýja Frozen kjólin frá ömmu sín.

Á leið í Bodø - Út að borða & Dúkkur kúr hjá prinsessunni.

Á leið niðrá bryggju að veiða. 

Frændurnir þóttust sturta sig í rigningunni.

No comments