Frakkland - Ísland.

Stade de France, rétt áður en leikurinn byrjaði.


Við mæðgur skelltum okkur á síðasta leik Íslands á EM. Við vorum á hóteli í Saint-Denis í 2 nætur en dvölin átti að standa yfir í 3 nætur, við lentum í því óhappi að fluginu okkar var flýtt um heilar 16 klst svo upplifunin á að skoða París, Eiffelturninn og fleiri hluti sem draga ferðamenn að í þessari borg varð ekki. Þó fengum við þá æðislegu upplifun að horfa á Ísland keppa við Frakkland, taka þátt í Íslendingapartýið á O'Sullivans By the Mill og auðvitað það sem flestir Íslendingar gera í útlöndum, að kíkja í Primark.

Þó hef ég aldrei lent í annari eins röð og þennan dag sem við fórum í Primark, við biðum í 30 min röð til að komast inn í búðina sjálfa, erfiðleikarnir við að skoða í búðinni voru rosalegir og lágu raðir um allt, á milli rekka og hringinn í kringum búðina. Sú röð að fara á kassann eftir að við höfðum náð einhverjum hlutum í körfurnar tók klukkustund. Án þess að átta okkur almennilega á því fórum við nefnilega á laugardags morgni þegar allir voru í fríi og allar útsölur að byrja í Frakklandi.

Alltof löng röð! - Áttum eftir að fara til hægri og svo heilan hring þar áður en við komumst fyrir utan búðina.


GAME DAY! Loksins var komið að aðal ástæðunni fyrir að við fórum þessa ferð, GAME DAY! Við byrjuðum á því að fara að fá okkur að borða, kíkja á Íslendingabarinn þar sem allir ætluðu að hittast fyrir leik, þar var upphitunin í hámarki. Þegar líða tók á daginn var farið uppá hótel að ná í það sem þurfti fyrir leikinn og svo á Fan-zoneið sem var rétt hjá vellinum. Lítil stemmning var þar en þó gaman að sjá hvernig þetta var uppsett. Eftir spjall við hið ýmsa fólk var rölt á leikinn, Stade de France var næst á dagskrá.

Komnar með miðana í hendurnar! 


Ég er ekki mikill áhugamaður um fótbolta, en þó fylgist ég alltaf með strákunum okkar spila og hef nokkrum sinnum farið í Laugardalinn að fylgjast með okkar mönnum, aldrei hef ég þó skilið hvernig áhorfendur í sjónvarpinu geta grátið yfir leik, yfir þjóðsöngnum og fleiri smáatriðum sem tengjast liðinu sínu. Það var ekki fyrr en ég mætti á Stade de France, sá fólksfjöldann og ALLA Íslendinga uppá dressaða í allt það íslenska sem þeir gátu fundið, þegar strákarnir okkar gengu inná völlinn, þegar þjóðsöngurinn var sunginn og hvað þá þegar lagið "Ég er kominn heim" var spilað og stúkan söng ÖLL með! - Gæsahúðin umvefur mig hérna þegar ég skrifa þetta og tárin sem runnu niður, þjóðarstoltið og spennan var í HÁMARKI á þessum degi! Loks skildi ég tár og grát fótboltaaðdáenda á leik. Leikurinn var geggjaður og mun ég aldrei sjá eftir því að hafa farið þessa ferð. Hún var þess virði í alla staði!

Við unnum þennan leik kannski ekki, en við unnum mótið í huga og hjörtum margra. Stade de France tæmdist eftir að flautað var af en Íslendingar stóðu eftir og sungu með sínum mönnum, fögnuðu þeim og sýndu þeim hversu mikið stolt þeir báru. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur allt mótið!

Mæðgur á Stade de France.


GAMEDAY! 

Stade de France.

Strákarnir okkar eftir leik.

Mæðgur á leið til France.

Íslendingar fyrir utan O'Sullivans By the Mill.

EURO 2016! - Fyrir utan Fan-Zoneið.



No comments