Núna er margir fórnalömb eineltis & leiðir það oftar en ekki til þunglyndis eða kvíða.
Kvíði er stórt vandamál í okkar nútíma samfélagi & þar sem ég er sjálf fórnalamb eineltis & með barn sem nýverið hóf sína skólagöngu er þetta sterkt málefni hjá mér.
Það á engin lifandi vera skilið að labba með kvíðahnút í maganum í skólann, öndunarvegurinn að þrengjast við það eitt að nálgast skólann, hugmyndaflóðið um það hvernig þú kemur þér úr því að mæta, úr því að líða svona og að lokum spurningaflóðið, en engin svör. "af hverju ég?" - "hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?"
"Berð þú ábyrgð á þessu?
Þú gerðir grín af mér, þér fannst ekkert að því. Þú varst bara að stríða mér.
Þú sást ekki tárin í augunum á mér þegar þú gekkst hlæjandi í burtu með vinum þínum.
Þú fannst ekki fyrir kvíðahnútnum sem magnaðist með hverjum deginum
Þú þurftir ekki að fela tárin fyrir fjölskyldunni þinni.
En þess þurfti ég.
Þú fannst ró í því að brjóta mig niður
Þú sagðir um mig ósannar sögur
Þú lést mig trúa ljótum hlutum um sjálfa mig
Og ég gerði það.
Þú sagðir mér að enginn elskaði mig
Þú sagðir mér að drepa mig, oft á dag, með mismunandi orðum
Og ég gerði það.
Þú þurftir ekki að faðma fjölskylduna þína í seinasta skipti
Þú þurftir ekki að kveðja kennarann þinn í seinasta skipti
En ég þurfti það.
Þú lifðir.
Þú varst fullorðinn.
Þú eignaðist fjölskyldu.
Þú áttir þér líf.
Ekki Ég.
VILT ÞÚ BERA ÁBYRGÐ Á ÞESSU?
Stöðvum einelti – Einelti drepur
#eineltierógeð
Alda Magnús & Hafrún Eva."
No comments